Um verkið
Hringurinn helgi eftir F. Hume og Leðurtrektin eftir A.C. Doyle og fleiri sögur. Sögurnar sem ekki er sagt frá á kápunni heita: Báturinn á ánni og Mannsandlitið á veggnum. Bókin er 20 X 13.3 cm að stærð og 212 bls. Handsaumuð og sett í kartonkápu.
Útgáfa og prentun:
Sögusafn Þjóðviljans. Bessastaðaprent 1904. Prentsmiðja Þjóðviljans. Þetta eru líklega bókaleifar af neðanmálssögum frá Bessastöðum, sem seinna hefur verið reynt að koma í verð með því að brjóta þær og setja í hefti. Kápan utan um þetta var prentuð í Prentsmiðju Ágústs Sigurðssonar sem ekki var stofnuð fyrr en 1922.
Forngripur.