Um verkið
HRUNDAR BORGIR. Djúpavík, Ingólfsfjörður og Gjögur. Þorsteinn Matthíasson skráði. Sagt er frá síldarárunum á Djúpuvík á fyrri árum, en þar var byggð stór síldarverksmiðja sem enn stendur uppi, en var aldrei starfrækt vegna þess að síldin brást þegar til átti að taka. Bókin er í kiljuformi, límheft og skorin. Stærð:20.2 X 14 cm og 178 bls. Höfundur bókarinnar þekkir vel til þarna í Strandabyggðum, en hann var kennari þar í mörg ár.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Bókamiðstöðin, Laugavegi 31, Heimir Brynjúlfur Jóhannsson prentari. Prentun og bókband: Prentþjónusta Hveragerðis, Ársæll B. Ellertsson. 2021.