Um verkið
Hugsjónir og hindurvitni eftir Barrows Dunham. Bjarni Einarsson þýddi. Í umsögn á aftari kápusíðu segir að þessi bók sé ekki um forna hjátrú, heldur blekkingar og hindurvitni í nútíma þjóðfélagi. Brot úr tveimur ritdómum eru birtir á baksíðunni, annar eftir Albert einstein og hinn eftir J.D.Bernal. Bókin er bundin í gott skinnband, djúpfals og svart sjagrín á kjöl og horn. Gyllt á kjöl. Band og gylling eftir Svan Jóhannesson og merki hans á aftara bókarspjaldi.
Útgáfa og prentun:
Útg.: Mál og menning, Reykjavík 1950. Prentsmiðjan Oddi.