Um verkið
Hugvekjur. Vantar titilblað, en efst á hverri síðu stendur Hugvekja. Bókin hefur verið bundin inn í brúnt skinn, líklega sauðskinn. Mjög óhrein og snjáð og bókin laus inn í bindinu. Bókin sem er 350 bls skiptist í 50 kafla og heitir sá fyrsti: Um Krists útgöngu í grasgarðinn. Þetta er nokkurs konar Píslarsaga og kaflarnir jafnmargir Passiusálmunum. Það er ekki sagt hvar hún er prentuð eða hvenær. Sýnist samt að sé 19. aldar prent og band.
Inni í bókinni lágu þessi rifrildisblöð sem mynd er af og tileinkuð eru Pjetri Pjeturssyni forstöðumanni Prestaskólans.
Bók úr safni Árelíusar Níelssonar prests í Reykjavík og víðar.