Um verkið
Hundrað og áttatíu Öfugmælavísur. Þessi pési er 36 bls. að stærð, 19 X 13 cm og brotinn í eina örk, án kápu og hvorki vírheftur eða saumaður saman. Útgefandinn Helgi Árnason var mesti kortaútgefandi landsins um langa tíð. Hann bjó í Safnahúsinu við Hverfisgötu frá því það var byggt og var þar húsvörður. Flutti svo til Hveragerðis og byggði þar húsið Helgafell, sem enn stendur, aftan við Kvennaskóla Árnýjar Filipusdóttur og bjó þar um hríð, en flutti síðan til Reykjavíkur aftur og átti heima að Njálsgötu 10
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Helgi Árnason Safnahúsinu. Reykjavík 1928. Prentun: Prentsmiðja Ljósberans.