Um verkið
Húsakostur og híbýlaprýði,
Bók um húsagerðarist Íslendinga frá upphafi byggðar. Hörður Bjarnason skrifar inngang og sögulegt yfirlit. Margir arkítektar eiga þar líka greinar og Halldór Kiljan Laxness ritar í lokin um sálarfegurð í mannabústöðum, sem ætti að vera skyldulesning í öllum barnaskólum, a.m.k. í 9. bekk. Í bókinni eru alls 118 ljósmyndir og teikningar sem er með því allra mesta sem þekkist í bókaútgáfu um þessar mundir og það er ekki annað en von að karlinn frá Hriflu hafi farið á taugum og fá svo sjálfan útgáfustjórann á móti sér í framboði til Alþingiskosninga í Þingeyjarsýslu nokkru seinna.
Útgefandi:
Mál og menning Reykjavík 1939. Þetta er 4. bókin sem Mál og menning gaf út á þessu ári og hafa þeir algerlega slegið öll met í bókaútgáfu með þessari útgáfu
Prentun:
Prentunar er ekki getið í bókinni, en mjög er líklegt að hún sé prentuð í Ísafoldarprentsmiðju, Víkingsprent eða Eddu sem voru aðalprentsmiðjurnar á þessu tímabili eða 1939.