Um verkið
HVERAGERÐI er heimsins besti staður
Um verkið:
Gamanbragur um 43 þorpsbúa ortur af Jóhannesi úr Kötlum, Kristmanni Guðmundssyni og séra Helga Sveinssyni árið 1941 eða 1942. Þá eru gamanvísur eftir Jóhannes frá 1946 og erindi séra Helga Sveinssonar: Hveragerði – „heimsins besti staður“ sem hann flutti 1951. Að lokum kveðast þeir á séra Helgi og Jóhannes, fyrst 1953 og síðan 1956. – Bæklingurinn er vírheftur í þunna kápu, og er þetta seinni prentun, því fyrsta prentun var með þykkri kartonkápu. Bókin er 14.8 X 21 sm og 44 bls. að stærð. Umbrot og hönnun: Páll Svansson.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi og umsjón: Svanur Jóhannesson og Ragnheiður Ragnarsdóttir Hveragerði 2011. Prentun: Prentsmiðjan Oddi Reykjavík.