Um verkið
Ísafoldarprentsmiðja 120 ára 1877-1997. Afmælisblað, sem prentað var meðan prentminjasýning stóð yfir í sölum prentsmiðjunnar 1997. Teknar voru myndir af sýningargestum og skrifuð grein um sýninguna sem síðan var birt í blaðinu og afhent gestum þegar þeir fóru. Í blaðinu voru margar gamlar myndir úr Ísafoldarprentsmiðju og saga prentsmiðjunnar rakin í stórum dráttum.
Útgáfa og prentun:
Ísafoldarprentsmiðja gaf út blaðið 1997 og prentun fór þar fram meðan prentminjasýningin stóð yfir. Aðalhvatamaðurinn að þessum viðburði var forstjórinn Leó E. Löve.