Um verkið
Ísland í myndum. Through Iceland with a Camera. Halldór E. Arnórsson ljósmyndari og Páll Jónsson auglýsingastjóri völdu myndirnar. Pálmi Hannesson rektor og Gísli Gestsson bankaritari aðstoðuðu við röðun myndanna og samninga textanna við þær. Einar Magnússon menntaskólakennari ritaði formála. Aðalbjörg Johnson og Mr. Mc. Kenzie blaðafulltrúi önnuðust þýðingar. Bókin er 22.2 cm á hæð X 28.8 cm á breidd, í svokölluðu grallarabroti, sem er mjög óvenjulegt á svona stórri bók. Hún er bundin í mjúkt efni, líkast plastbornum shirtingi, en ekki í harðspjöldum. Skrá fylgir um ljósmyndarana og aftast er Eftirmáli án höfundarnafns.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Ísafoldarprentsmiðja 1943 Reykjavík. Prentun:Ísafoldarprentsmiðja.