Um verkið
Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri II. – Íslenzk æfintýri sem Magnús Grímsson og Jón Árnason söfnuðu. Ný útgáfa, Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Bókin er innbundin í svart shagrin skinn, á kjöl og horn, upplagaband, en reynt að líkja eftir vandaðara bandi, upphleypingar á kili og límdur rauður skinnfeldur á milli, en þrykktar rósir á svarta skinnið á enda og miðju. Marmor spjaldapappír. Stærð: 24.5 X 17.3 cm og 590 bls.
Útgáfa og prentun:
Bókaútgáfan Þjóðsaga 1954, Reykjavík. Prentun Prentsmiðjan Hólar.