KindArt
  • Um Kind Art
  • Myndbönd
  • Verslun
    • Málverk
    • Bækur
    • Persónuverndarstefna
    • Skilmálar
  • Verk í einkaeigu
  • Hafa samband
  • Click to open the search input field Click to open the search input field Sláðu inn leitarorð…
  • Menu Menu
  • Shopping Cart Shopping Cart
    0Shopping Cart
Íþróttamenn ísl. tungu
Opið bréf til herm. jónassonarVakandi stjórn Gunnar hafdalSumar gengur í garðJón sigurðsson

Íþróttamál

kr.5.900

1 eintak til

Flokkur: Bækur
  • Um verkið

Um verkið

Íþróttamál. Bæklingar, sem Jón Benediktsson gaf út 1938-1944 um Íþróttamál. Fjórir þeir fyrstu eru vírheftir, en tveir bundnir og gylltir utan á bindin. Mjög fallegir bæklingar eftir Jón, vel úr garði gerðir og vandað til þeirra á allan hátt. – Sá fyrsti heitir: Vakandi stjórn starfandi félags og er að nokkru leyti tileinkaður Jakobi Frímannssyni fulltrúa Kaupfélags Eyfirðinga fyrir framgöngu og leiðslu heita vatnsins í sundlaugar bæjarins á Akureyri. Þá er líka sagt frá ýmsum öðrum íþróttamönnum og afrekum þeirra. – Annar bæklingurinn heitir: Fyrsta ljóðskáldið, sem minnist íþróttahússins, er Gunnar S. Heiðdal og kom út 1939. Þar er listi yfir 28 bindi bóka sem Gunnar gefur til að nota sem vinning í happdrætti sem komið verði á fót til ágóða fyrirhuguðu íþróttahúsi á Akureyri. – Þriðji bæklingurinn er: Varðmaður! Hvað líður nóttinni? . . . og Opið bréf til Hermanns Jónassonar, forsætisráðherra og heiðursfélaga Glímufélagsins Ármanns í Reykjavík. Af þessu kveri eru 4 eintök prentuð á gulan pappír og er þetta eitt af þeim. – Fjórði bæklingurinn heitir: Vorboði ísl. æsku – Íþróttamál II, Stærð: 16 X 11.5 cm. Þar eru margar myndir af áhugamönnum um íþróttamál og löng grein um Sigurjón á Álafossi og hans störf. Fimmti bæklingurinn heitir Sumar gengur í garð og er hann bundinn í grænt rexín á kjöl og klædd með brúnu rexíni. Gyllt framan á nafn bókar og höfundar. Bókin er 32 bls. lesmál og myndir og auk þess 20 bls. auglýsingar bæði framan og aftan við efnið. – Sjötta bókin er bundin í alband, brúnt alrexín og gyllt framan á nafn höfundar og bókar. Hún heitir: Íþróttamenn íslenzkrar tungu – Íþróttamál III. Þarna er sagt frá mörgum merkum mönnum sem hafa lagt stund á íslenzka tungu og fremst í bókinni er mynd af Jóni Sigurðssyni forseta. Stærð: 16 X 12 cm og 72 bls auk auglýsinga.

Útgáfa og prentun:
Jón Benediktsson prentari, 1944 Akureyri. Prentverk Odds Björnssonar.

Önnur verk

  • Prentsmidjubokin kapa forlagid

    Prentsmiðjubókin

    kr.3.900
    Add to cart Add to cart Setja í körfu Show Details Show Details Show Details
  • Christmas is coming kápa

    Christmas is coming

    kr.3.000
    Add to cart Add to cart Setja í körfu Show Details Show Details Show Details
  • Ræða á 4. sunnudag eftir þrenningarhátíð 1876

    Ræða

    kr.3.000
    Add to cart Add to cart Setja í körfu Show Details Show Details Show Details
  • Axel band, rautt eint.

    Axel

    kr.3.900
    Add to cart Add to cart Setja í körfu Show Details Show Details Show Details
KindArt | Gallerí & Verslun | Bæjarholt 1, Laugarás, 806, Selfoss | Kt: 0904743839 | verslun@kindart.is | © 2020–2025
  • Link to Mail
  • Link to Facebook
  • Link to Instagram
Link to: Dýraverndarinn Link to: Dýraverndarinn DýraverndarinnDýraverndarinn Link to: Samstaða gegn heimsvaldastefnu 3 Link to: Samstaða gegn heimsvaldastefnu 3 Samstaða gegn heimsvaldastefnuSamstaða gegn heimsvaldastefnu 3
Scroll to top