Um verkið
Jafnaðarmaðurinn. Ritstjóri: Jónas Guðmundsson. Þetta blað var skýrt dæmi um misheppnaða blaðaútgáfu á landsbyggðinni á fyrstu árum prentsins út á landi. Keypt var 50 ára gömul prentsmiðja með heljarstóru svinghjóli og síðan var fenginn ófaglegur maður til að prenta. Útkoman var herfileg og margir stafirnir í letrinu sáust ekki í prentuninni eins og sést á forsíðu fyrsta blaðsins. Þetta endaði með því að vélin var sett í geymslu og grottnaði þar niður þar til hún var keyrð á haugana. Eintakið sem hér er sýnt er ljósritað eintak.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Verkalýðssamband Austurlands Norðfirði. Prentun: Norðfjarðarprentsmiðja.