Um verkið
Jakinn – í blíðu og stríðu. Ómar Valdimarsson skráði. Guðmundur J. Guðmundsson hefur staðið í fylkingarbrjósti íslenskrar verkalýðshreyfingar allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Hann hefur jafnframt verið málsvari hennar á Alþingi. Ómari tekst vel að lýsa persónu Guðmundar svo hann birtist ljóslifandi á síðum bókarinnar. Bókin er bundin í svart plastefni og gyllt í rauðan feld á kili. Stærð: 21.7 X 14.3 cm og 216 bls.
Útgáfa og prentun:
Vaka-Helgafell, Reykjavík 1989. Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Bókband: Arnarfell.