Um verkið
Keflavíkurgangan. Blað um Keflavíkurgönguna. Herstöðvaandstæðingar skrifa greinar og viðtöl eru við þá. Ritstjórn: Einar Bragi (ábm.), Gils Guðmundsson, Hannes Sigfússon og Jónas Árnason. Forystugrein: Tuttugu ár í hernámsfjötrum eftir Einar Braga. Fjöldi mynda er í ritinu og er Ari Kárason ljósmyndari að þeim flestum. Stærð: 28.5 X 23.8 cm. – 50 bls. + 12 auglýsingasíður og kápa.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Framkvæmdaráð Keflavíkurgöngunnar. Reykjavík 1960. Myndamót: Liróf. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.