Um verkið
Kötlurit eftir Þorstein Magnússon. Þýtt af Leif A. Símonarson og formáli eftir hann og Snæ Jóhannesson. Sigurður Þórarinsson ritar um Þorstein Magnússon og Kötlugosið 1625. Þar segir að ritið sé prentað í Kaupmannahöfn 1627 af Niels Heldvad prentara og að það sé aðeins 8 bls. Það er nú eitt hið sjaldgæfasta prentaða rit um Ísland. Þorsteinn er aðalheimildarmaður um Kötlugosið 1625. Bókin er vírheft í karton kápu,16 X 23 sm. að stærð og 30 bls.
Útgáfa og prentun:
Bókaútgáfan Lögberg, Reykjavík 1987. Prentað sem handrit í 100 tölusettum eintökum og er þetta gjafaeintakið. Ljósprentun, setning og prentun annaðist Oddi hf.
Fágæti.