Um verkið
Lendur elskhugans eftir Vigdísi Grímsdóttur. Órímuð ljóð. Þessi bók er af óvenjulegri stærð. Hún er 24.5 X 13 cm og er því hærri en venjulegar bækur og ég held hún sé ekki heldur í stærðinni Gullinsnið, en þó svoldið í þá átt. Bókin er saumuð og bundin í svartan taushirting, gyllt á kjöl. með hlífðarkápu og teiknaðri mynd á eftir Berglindi Sigurðardóttur. Sama teikning er á saurblöðum. Bókin er tileinkuð systur höfundar Önnu Þrúði.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Iðunn, Reykjavík 1991. Prentun: Prentbær hf.