Um verkið
Ljóð andlegs efnis eftir Halldór Bjarnason frá Litlu-Gröf í Borgarfirði. Hann var fæddur í Einarsnesi í Borgarhreppi 1824, en var víða í Borgarfirði og bjó einnig á Hörðubóli í Miðdölum 1875-1880. Hann dó 1902. Hann var mikill trúmaður, vel skáldmæltur og smiður góður: Smíðaði 7 kirkjur, 302 líkkistur, 80 bæi og 14 vatnsmyllur. – Bókin er bundin í alband, þunn spjöld og sterkan alhúðaðan brúnan pappír og gyllt á framhlið. Bandið er vel bundið, nett og sterkt og hefur enst vel í nær 100 ár. Bókin er 18 X 11.5 cm og 85 bls. með góðum og fallegum saurblöðum.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Halldór Kr. Vilhjálmsson, Reykjavík 1924. Prentsmiðjan Gutenberg.
Hann gaf þetta kver út þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu afa hans.