Um verkið
Loftin blá eftir Pál Bergþórsson. Bókin fjallar um veðrið og Páll reynir „að leiða huga lesandans að tengslum veðráttunnar og þess lífs er við lifum og sjáum í kringum okkur“ skrifar Páll í formálsorðum. Bókin er bundin í rexín á kjöl og horn og gyllt, en ekki það band sem bókaflokkurinn var í. Vantar hlífðarkápu.
Útgáfa og prentun:
Heimskringla, Reykjavík 1957. Sjötti bókaflokkur Máls og menningar, 2. bók Prentsmiðjan Hólar.