Um verkið
Lokadagur. Skáldsaga eftir Theodór Friðriksson, Theódór fæddist árið 1876 í Flatey á Skjálfanda og ólst fyrstu árin upp í Flateyjardal; hann var stórmerkur rithöfundur og sver sig í ætt við aðra úrvals alþýðurithöfunda eins og Bólu-Hjálmar o.fl. Theodór lést 1948 í Reykjavík. – Bókin er bundin í brúnan shirting á kjöl og horn, ógyllt. Saurblöð úr veggfóðurspappír en klæðning er gamall marmor spjaldapappír. Stærð: 18.5 X 13 cm og 124 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefanda er ekki getið. Reykjavík 1926. Alþýðuprentsmiðjan.