Um verkið
Lýsing Íslands, Ágrip eftir Þorvald Thoroddsen, 2. bindi í 2. bókaflokki í Bókasafni alþýðu. Formáli fyrir annarri útgáfu eftir Þorvald Thoroddsen. Falleg útgáfa í skrautbandi og lituð í sniðum. Oddur Björnsson, sem var kostnaðarmaður útgáfunnar virðist þá hafa búið á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn. Fremst í bókinni er auglýsing frá Oddi þar sem fjallað er um þennan merka bókaflokk og þar í eru meðmæli frá Magnúsi Stephensen landshöfðingja og ráðherra Íslands, Jóni Magnússyni. Bókin er ríkulega skreytt af teikningum og ljósmyndum.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Oddur Björnsson Kaupmannahöfn 1900. Önnur útgáfa, endurbætt. Prentuð hjá háskólaprentara J. H. Schultz.
Forngripur.