Um verkið
Móðir Teresa í Kalkútta. Útdráttur úr bók Malcolms Muggeridge, gerður af Torfa Ólafssyni. Bókin fjallar um móður Teresu í Kalkútta, stofnanda reglu þeirrar, sem nefnir sig Kærleikstrúboðana. Móðir Teresa fæddist í Skopje í Ottómanska heimsveldinu (nú höfuðborg Makedóníu) árið 1910 og voru foreldrar hennar af albönskum ættum. Hún gekk í Loreto-regluna 18 ára gömul, fékk lausn frá heitum sínum í þeirri reglu eftir tuttugu ár og stofnaði síðan reglu Kærleikstrúboðanna 1950. Bókin er vírheftur bæklingur í hvítri kartonkápu með mynd af Teresu framaná. Stærð: 20.5 X 13.8 cm og 36 bls. –
Nunnan sem helst stóð fyrir því að koma upp prentsmiðju í Stykkishólmi hét Renée og var frá Belgíu. Hún var af gamalli prentaraætt og þekkti því vel til í faginu og hafði unnið við það í heimahúsum. Vélarnar sem þær notuðu voru meðalstór Heidelbergpressa og Intertype-setningarvél, en auk þess höfðu þær minni prentvél, skurðarhníf, saumavél og fleira.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Kaþólska kirkjan á Íslandi 1975. Prentun: Prentsmiðja St, Fransiskusystra Stykkishólmi.