Um verkið
NJÁLA Persónur og leikendur. Höfundur: Bjarni Eiríkur Sigurðsson bóndi og Njálusérfræðingur er allra manna fróðastur um Njálu og Njáluslóðir. Í bókinni skilar hann niðurstöðum sínum og hvað vakti fyrir sögupersónunum. Hann endursegir að hluta efni Brennu-Njálssögu, en þó ekki alveg. Það sem er innan gæsalappa, einkum tilvísanir í orð sögupersóna, er þó nánast alltaf orðrétt úr sögunni.Stuðst er við útgáfu Jóns Böðvarssonar á Njálu sem IÐNÚ gaf út. Bókin er límheft og sett í kartonkápu. Stærð: 24 X 16.9 cm. og 150 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Sögur, Útáfa, Reykjavík 2012. Prentun: Prentsmiðjan Oddi.