Um verkið
Nokkrar skrautsýningar. Smárit stórgæslumanns. Þetta eru hefti, með litlum smáleikritum sem var algengt að setja upp fyrir eldri börn eða unglinga hér áður fyrr. Sigursveinn Davíð Kristinsson (1911-1990) tónskáld virðist hafa stofnað litla fjölritunarstofu á Ólafsfirði á árunum 1940-1950. Þrjú smárit sem þar hafa verið fjölrituð er vitað um: Sjá Prentsmiðjubókina, bls. 200.
Útgáfa og prentun:
Fjölritunarstofa Sigursveins Kristinssonar Ólafsfirði. (1940-1950).
Fágæti.