Um verkið
Norðri, hálfsmánaðarblað handa Íslendingum. Blaðið var tímarit, stærð: 25 X 18.2 cm, útgefið á Akureyri. Ritstjórar voru Björn Jónsson og Jón Jónsson, en eigandi og ábyrgðarmaður var Sveinn Skúlason. Norðri var fyrsta blaðið sem birtist á Norðurlandi eftir að prenteinokunin var rofin. Efni blaðsins voru aðallega innlendar og erlendar fréttir.
Hér eru til sölu tvö tölublöð af 6. árg. 1858. 27. des. 34 og 31. des. 35-36.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Sveinn Skúlason Akureyri 1853-1861. Prentsmiðjan á Akureyri eða Norðraprentsmiðjan, en var líka nefnd Prentsmiðja Norður- og Austurumdæmisins.
Forngripir.