Um verkið
OLAI MAGNI. Veggspjald, sem er blað úr norrænni þjóðlífssögu eftir Olaus Magnus erkibiskup í Uppsölum: Það er 42 X 29.5 cm að stærð og var prentað á ljós-kremgulan pappír á pressu sem var nákvæm eftirlíking af pressu Gutenbergs. Það var á Kjarvalsstöðum haustið 1975 á Gutenbergssýningu sem þar var haldin á vegum Félags íslenska prentiðnaðarins og Þýsk-íslenska menningarfélagsins Germaníu fyrir milligöngu vestur-þýska sendiráðsins.
Olaus Magnus (1490-1557) var sænskur klerkur, bróðir Johannes Magnus. Sagt er að hans sé best minnst sem höfundar frægrar sögubókar sem nefndist: Historia de Gentibus Septentrionalibus (History of the Northern Peoples), sem var prentuð í Róm 1555. Hún var með 500 myndum. Olaus gerði meira fyrir kortagerð á Norðurlöndum en nokkur annar maður.
http://mappingiceland.com/mapauthor/olaus-magnus
Útgáfa og prentun:
Félag íslenska prentiðnaðarins og Menningarfélagið Germanía, Reykjavík, 1975. Kjarvalsstaðaprent.