Um verkið
Orð í tíma töluð. Sérprentun úr Vikublaðinu Vikan. Öll réttindi áskilin segir á bls. 2. – Á bls. 1 er stimpill Bókasafns lögreglunnar í Reykjavík. – Í Vikunni um þetta leyti var smáþáttur af léttara taginu sem voru spaugilegar frásagnir af ýmsum þekktum persónum, stundum erlendum, en oftast þó sagt frá ýmsum þekktum Íslendingum og á forsíðu og kápu eru smáteikningar af nokkrum þeirra. Bókin er bundin í grunnfalsband, rexín á kjöl og horn og klædd með slöngupappír á spjöldum. Ógyllt. Stærð: 25 X 18 cm og 112 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefanda er ekki getið. Reykjavík [1939] Víkingsprent.