Um verkið
Passíusálmarnir eru sálmar eftir Hallgrím Pétursson, sem hann orti á árunum 1656-1659. Þeir teljast vera höfuðverk hans og hafa verið hluti af páskahefð Íslendinga um margra alda skeið. Sálmarnir eru 50 talsins og í þeim er píslarsaga Krists rakin af mikilli innlifun. Þeir hafa komið út á íslensku oftar en 80 sinnum og hafa verið þýddir á fjöldamörg önnur tungumál. Þeir voru fyrst gefnir út 1666, en þetta er útgáfan frá 1971 og gefin út og prentuð af Prentsmiðjunni Leiftri í Reykjavík. Bókin er í forlagsbandi, bundin í shirtingspappír, alband og gyllt strikamynd framn á og nafn bókar. Stærð: 18.7 X 12.8 cm og 271 bls.