Um verkið
Prentsmiðjubók Vestmannaeyja. Svanur Jóhannesson tók saman.
Hér er rakin saga prentunar í Vestmannaeyjum og sagt frá uppruna og rekstri allra prentsmiðja í Eyjum sem vitað er um. Þá er rakin saga Prentsmiðju Vestmannaeyja og Prentsmiðju Guðjónsbræðra og uppruna fyrstu prentpressanna sem þangað voru keyptar.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi Bókasafn Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum í nóvember 2020. Prentsmiðjan Prentun / Leturprent Reykjavík.