Um verkið
Prentsmiðjueintök. Sýningarskrá á Bókasýningu í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni 7. febrúar – 16. ágúst 2015. Sýndar voru 137 bækur og bæklingar úr safni Svans Jóhannessonar. Eitt eintak úr hverri prentsmiðju sem kallast prentsmiðjueintök. Jafnframt voru sýndar ýmsar merkar bækur úr prentsögunni í eigu Landsbókasafns – Háskólabókasafns o.fl. Textinn í sýningarskránni var saminn af Svani Jóhannessyni og Ólafi Engilbertssyni, en Páll Svansson sá um umbrot og hönnun. Stærð: 14.8 X 21 sm og er ½ örk eða 8 bls.
Útgáfa og prentun:
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn gaf sýningarskrána út. Reykjavík 2015. Prentun: Vistvæn prentun-GuðjónÓ.