Um verkið
Prentsmiðjueintök. Prentsmiðjusaga Íslands eftir Svan Jóhannesson. Hann segir í formála frá tilurð bókarinnar. Hann byrjaði að birta á fésbókinni ýmislegt um prentsmiðjur og það vatt upp á sig og hann fékk hvatningu um að gefa þetta út á bók og það varð úr. Um svipað leyti eða um haustið 2014 hélt hann sýningu í Bókasafninu í Hveragerði á þeim bókum sem hann hafði skrifað um og enn vatt þetta upp á sig og kallaði fram hugmyndina um prentminjasafn. Bókin er límheft og sett í kartonkápu og skorin. 14.8 X 21 sm að stærð og 192 bls. Umbrot og myndvinnsla: Páll Svansson.
Útgáfa og prentun:
Höfundur gaf út. 1.útgáfa Hveragerði 2014. Prentun: Prentsmiðjan Oddi, Reykjavík.