Um verkið
Prentsmiðjueintök. Prentsaga Íslands. Listi yfir prentsmiðjueintök Svans Jóhannessonar sem sýnd voru í Bókasafninu í Hveragerði 27. september – 5. nóvember 2014. – Í framhaldi af söfnun sinni og í tengslum við sýninguna gaf Svanur Jóhannesson út bókina Prentsmiðjueintök – Prentsaga Íslands með upplýsingum um þær prentsmiðjur og bækur sem upp eru taldar í þessari skrá. Stærð: 14.8 X 21 sm og er ½ örk eða 8 bls.
Útgáfa og prentun:
Bókasafnið í Hveragerði og Svanur Jóhannesson gáfu listann út. Hveragerði 2014. Prentstaðar er ekki getið.