Um verkið
Prentsmiðjusaga Vestfirðinga eftir Arngr. Fr. Bjarnason. Tildrög bókarinnar voru þau að liðin voru 50 ár frá því að prentsmiðjurekstur og blaðamennska hófst á Vestfjörðum. Þá þótti sjálfsagt að rekja um leið sögu Hrappseyjarprentsmiðju, sem var fyrsta prentsmiðja á Vesturlandi og var þá stuðst við sögu Jóns Helgasonar, Kmh. 1928 og sögu Klemensar Jónssonar Rvk. 1930. Bókin kom út 1937 á 40 ára afmæli Hins ísl. prentarafélags. Bókin er saumheft, límborin og sett í græna kartonkápu. Hún er 19.7 X 13.7 cm að stærð og 56 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Höfundur með styrk frá HÍP. Ísafjörður 1937. Prentstofan Ísrún.