Um verkið
Prestafélagsritið, Tímarit fyrir kristinsdóms- og kirkjumál. Ritstjóri: Sigurður P. Sívertsen. 12. ár 1930. Í bókinni er t.d. Hátíðarljóð 1930, Ó, Guð! Þú sem ríkir í himnunum háu eftir Jóhannes úr Kötlum og lag við það eftir Sigvalda S. Kaldalóns, sem hann tileinkar vini sínum Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti. Þá eru þar ýmsar greinar og ræður eftir kennimenn og presta þjóðkikjunnar o.fl. Bókin er óbundin, en saumuð og límd í kápu, en framkápan rifin. Stærð: 22.5 X 15 cm og 272 bls.
Útgefandi, prentun:
Prestafélag Íslands Reykjavík, 1930. Prentun: Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.