Um verkið
Réttur: 11.–13. árg. 1926-1928. 5 óbundin hefti, Tímarit um þjóðfélags- og menningarmál. Árið 1926 keypti Einar Olgeirsson tímaritið Rétt af Þórólfi Sigurðssyni og gerðist ritstjóri þess. Aðalumboðsmaður Réttar á Akureyri er Jón G. Guðmann, kaupmaður. Heftin eru saumuð og sett í kápu og skorin. Efnisyfirlit er framan á hverju hefti, en auk þess er aðalefnisyfirlit á bls. 287-8 í 2.h. 13. árg. Stærð hefta: 22.2 X 14 cm.
Útgáfa og prentun:
Aðalútgefandi og ábyrgðarmaður: Einar Olgeirsson, 1926-1928. Akureyri. Prentsmiðja Odds Björnssonar og Prentsmiðja Björns Jónssonar Akureyri.