Um verkið
Réttur: 18.–19. árg. 1933-1934. 7 óbundin hefti, Tímarit um þjóðfélags-mál. Réttur flytur auk þess fræðandi greinar um bókmenntir, sögur og kvæði. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Hann tók við ritstjórastörfum frá og með 11.árg.1926, þegar hann keypti Rétt af Þórólfi Sigurðssyni í Baldursheimi. Aðalumboðsmaður Réttar á Akureyri var Jón G. Guðmann kaupmaður,. Efnisyfirlit er á framkápu hvers heftis, en aðalefnisyfirlit fyrir árin 1931-1933 er aftast í 4. hefti 1933. Stærð hefta: er 22.1 X 14 cm.
Útgáfa og prentun:
Aðalútgefandi og ábyrgðarmaður: Einar Olgeirsson. Í bókinni Hugsjónaeldur: Æviminningum Einars Olgeirssonar eftir dóttur hans Sólveigu K. Einarsdóttur segir á bls. 239: „Og þegar við keyptum Rétt 1926 og gerðum hann að tímariti marxismans á Íslandi þá var það Jón Guðmann sem tók að sér afgreiðslu hans og fjárhald allt með þeim ágætum að engir aðrir þurftu að hafa af honum fjárhagsáhyggjur, meðan hans naut við á Akureyri.“
Prentun: Prentsmiðja Odds Björnssonar Akureyri. Í Reykjavík var afgreiðsla Réttar að Bröttugötu 6 og að Lækjargötu 6 á þessum árum.