Um verkið
Rödd æskunnar. Málgagn ungra jafnaðarmanna. 4. árg. 1. tbl. án ártals. Kosningablað ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði.- Ritstj. og ábm.: Ingvar Viktorsson, Gissur Kristjánsson og Sveinn Sigurðsson. Á forsíðu er mynd frá Hafnarfirði og undir henni stendur: Þú hýri Hafnarfjörður og fyrirsögn forsíðugreinar er: Alþýðuflokkurinn er flokkur æskunnar, og A-listinn er listi unga fólksins. Neðst á síðunni segir að kosningarnar séu 22. maí en vantar ártal. Stærð blaðsins er: 36.5 X 24.5 cm og 8 bls. Prentað á dagblaðapappír.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Félag ungra jafnaðarmanna, Hafnarfirði, vantar ártal. Prentsmiðju ekki getið.