Um verkið
Sá ég svani. Ljóðakver fyrir börn eftir Jakobínu Johnson. Tryggvi Magnússon myndlistarmaður sá um útlit bókarinnar og teiknaði fallega mynd á kápusíðu og síðan mynd og skreyttan upphafsstaf við byrjun hvers ljóðs sem eru alls tuttugu.
Bókin er vírheft og skorin ofan, neðan og framan og síðan aftur vírheft við stífa kápu og með formeringum. Stærð: 16 X 12 cm og 39 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Þórhallur Bjarnarson. Reykjavík 1942. Prentsmiðjan Hólar.