Um verkið
Salamöndrustríðið – Jóhannes úr Kötlum þýddi.
Karel Čapek (1890–1938) var tékkneskur rithöfundur, leikritaskáld, gagnrýnandi og blaðamaður. Hann er helst þekktur fyrir vísindaskáldsögur sínar, þar á meðal Salamöndrustríðið (1936) og Rossumovi Univerzální Roboti (1920) þar sem orðið robot er fyrst notað um vélmenni. Hann var tilnefndur sjö sinnum til Nóbelsverðlauna í bókmenntum en hlaut þau ekki.
Bókin var fyrst gefin út af Máli og menningu 1946 en hefur verið ófáanleg í marga áratugi. Hér kemur ný útgáfa á þýðingu Jóhannesar á rafbókarsniði (ePUB) og ættu unnendur fagurbókmennta og vísindaskáldsagna að gleðjast. Hægt er að lesa bókina bæði á Mac Os, iOS, Android og Windows með iBooks og Kindle eða sambærilegum öppum. Griffla ehf 2025.
Leiðbeiningar fyrir bókarhlekk:
Afhendingarmáti er stilltur á Niðurhal. Hlekkurinn kemur í ljós þegar búið er að greiða fyrir bókina. Hann er gildur í 10 daga og fimm niðurhöl og er einnig sendur á netfangið þitt.
ATH! að ePUB bókin er í zip-skrá sem þarf að afþjappa áður en bókin er notuð.