Um verkið
Sálarfræði II. eftir Sigurjón Björnsson. Þetta lesefni átti fyrst að vera I. kafli af fjórum í II. hefti kennslubókar í sálarfræði, en I. hefti kom út haustið 1973. Þetta breyttist og ákveðið var að hafa kaflann mun lengri en fyrst var ákveðið og gefa hann út sem sérstakt hefti. Þetta var hugsað til þess að kenna á ýmsum námskeiðum segir í eftirmála. Heftið er saumheft og sett í kartonkápu og skorið. Stærð: 24.2 X 18.2 cm og 109 bls. Sigurjón Björnsson sálfræðingur lauk námi frá Parísarháskóla 1953 og var prófessor í sálarfræði við Háskóla Íslands frá 1971.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Hlaðbúð Reykjavík 1975. Prentun: Hafnarprent.