Um verkið
Símaskrá 1939 – Skrá um talsímanotendur í Reykjavík 1939. Þá er skrá um talsímanotendur í Hafnarfirði 1939. Síðan eru Númeraskrá Reykjavíkur, Atvinnu- og viðskiptaskrá, prentuð á bleikan pappír. Þá koma Landssímastöðvar eftir stafrófsröð, en aftast eru Gjaldskrár og Reglur. – Auglýsingar eru á víð og dreif um bókina. Símaskráin hafði þá sérstöðu í bókagerð að hún var registeruð, en þá er álímdur miði fyrir hvern staf að framan og síðan skorið úr og er þá betra að leita í skránni að vissum nöfnum. – Ritstjóri var Ólafur Kvaran. – Bókin er bundin í stíft band með spjöldum úr þykkum karton og álímdur shirtingur á kjölinn.. Rúnuð horn og götuð efst við kjölinn til að hægt sé að hengja hana á nagla eða hanka. Stærð: 21.7 X13.8 cm og 478 bls. Gott eintak.
Útgáfa og prentun:
Landsími Íslands, Reykjavík 1938. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.