Um verkið
Skilningstré góðs og ills. Ritgerðir eftir Gunnar Benediktsson. Gunnar kryfur til mergjar helstu vandamál nútímans og er hann löngu orðinn þjóðkunnur fyrir hinar hvössu og rökföstu ádeilur sínar. Síðasta bók hans: Sýn mér trú þína af verkunum seldist upp á þrem vikum. Bókin er saumuð og límd í kartonkápu, en framan á er mynd eftir Jón Engilberts listmálara. Stærð: 19.5 x 13 cm og 192 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Heimskringla Reykjavík 1939.
Prentun: Víkingsprent.