Um verkið
Skóhljóð, Ljóðabók eftir Steindór Sigurðsson prentara í Vestmannaeyjum. Fyrsta bókin sem prentuð var í Vestmannaeyjum. Hún var prentuð í prentsmiðju sem nokkrir menn í Eyjum höfðu keypt úr þrotabúi Gísla J. Johnsens og jafnframt Prentsmiðju Vikunnar sem Steindór Sigurðsson hafði forstöðu fyrir. Steindór fluttist um þetta leyti til Noregs og ætlaði að verða heimsfrægur rithöfundur eins og Kristmann Guðmundsson hafði gert. Bókin er óvenjulega brotin um, eins og sést á bókinni, en Steindór var líka mjög óvenjulegur maður. Bókin var saumuð og sett í kartonkápu, óskorin. Stærð: 14.1 X 11 cm og 100 bls.
Útgáfa og prentun:
Eigin útgáfa, en Steindór eignar Helgu konu sínni bókina. Vestmannaeyjum 1930. Prentun: Eyjaprentsmiðjan hf.