Um verkið
Sovétvinurinn, blað Sovétvinafélags Íslands. Ábyrgðarmaður var Kristinn E. Andrésson. Efni blaðsins voru ýmsar greinar um Sovétríkin og baráttuna við auðvaldið. Stærð 28.2 X 21.8 cm, 12 – 16 bls. hvert hefti. Alls eru þetta 17 hefti vírheft og skorin.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Sovétvinafélag Íslands. Reykjavík. Prentsmiðjan Dögun Fálkagötu 1. frá jan.1934-maí 1935, en þá tók Félagsprentsmiðjan við og prentaði það til okt. 1936.