Um verkið
Stafsetningarkennsla og stílkennsla í barnaskólum eftir Egil Þorláksson. Þetta er lítil bók, bundin í stíft band segir í Prentsmiðjubókinni, en það var líka kallað skólaband. Þá er bókin saumuð, shirtingur límdur á kjölinn og spjaldapappír álímdur á hliðar. Síðan er bókin skorin á 3 kanta: ofan, neðan og framan. Kverið er 15.6 X 10 cm að stærð og 82 bls. Faglega unnin bók.
Ex Libris miði Sr. Björns Jónssonar.
Útgáfa og prentun:
Útgefanda er ekki getið en hún er fjölrituð á Húsavík 1937 í Fjölritun Sig. Kristjánssonar.