Um verkið
Stúdentablað 1. des. 1959, 36. árg. 5. tbl. Blaðið byrjar á ávarpi formanns Stúdentaráðs, Árna Grétars Finnssonar, stud. jur.- Þá eru greinar um: Landhelgismálið, handritamálið, Háskólabókasafnið, sjálfstæði Íslands og ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og Jóhannes Sv. Kjarval. Blaðið er vírheft, 27.6 X 21.4 cm að stærð og 68 bls. með kápu.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands. Ritnefnd: Bragi Kristjónsson, Halldór Blöndal, Pétur A. Jónsson, Jón E. Einarsson og Eysteinn Þorvaldsson. Reykjavík 1959. Alþýðuprentsmiðjan.