Um verkið
Þeir segja margt í sendibréfum. Finnur Sigmundsson tók saman. Bókin er hönnuð af Hafsteini Guðmundssyni og bundin í hvítt rexín á kjöl með bláum hvítyrjóttum spjaldapappír. Á kili eru bláir feldir með gyllingu á og merki fyrirtækisins sem eru þrír fuglar á flugi. Stærð: 22 X 14.2 cm og 284 bls.
Útgáfa og prentun:
Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykjavíkl 1970. Prenthús Hafsteins Guðmundssonar Seltjarnarnesi.