Um verkið
Þingtíðindi um starf Sósíalistaflokksins á Alþingi 1941. Þetta blað var gefið út vegna þess að blaðið Þjóðviljinn var bannaður af hernámsliði Breta og 3 blaðamenn þess, þar af 2 þingmenn flokksins, fluttir nauðugir til Englands. Flokkurinn hafði því engan aðgang að málgagni til að birta afstöðu sína í þingmálum. Blaðið er 32.3 X 23.7 cm að stærð og 4 bls. hvert blað.
Útgáfa og prentun:
Ábyrgðarmaður: Ísleifur Högnason Reykjavík. Víkingsprent.
Blaðið kom út 7. maí til 17. júní 1941, á 3ja til 4ja daga millibili, alls 13 blöð.