Um verkið
Þingvísur. 1872-1942. Safnað hefur Jóhannes úr Kötlum. Það hefur líklega verið 1941 þegar Jóhannes sat á þingi sem varamaður Einars Olgeirssonar að hann byrjaði að safna þessum vísum saman í bók. Hann var með annað safnrit í gangi á þessum tíma, en það var Vasasöngbókin, sem gekk afar vel og var endurprentuð mörgum sinnum. Þingvísurnar voru þyngri í vöfum og af allt öðru tagi og hafa ekki verið endurútgefnar. Þessi útgáfa er saumuð og fest í kartonkápu, en hluti upplagsins var bundin í forlagsband. Hefta bókin er 21.8 X 13.8 cm að stærð og óskorin. 198 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Þórhallur Bjarnarson 1943. Reykjavík. Prentsmiðjan Hólar.