KindArt
  • Um Kind Art
  • Myndbönd
  • Verslun
    • Málverk
    • Bækur
    • Persónuverndarstefna
    • Skilmálar
  • Verk í einkaeigu
  • Hafa samband
  • Click to open the search input field Click to open the search input field Sláðu inn leitarorð…
  • Menu Menu
  • Shopping Cart Shopping Cart
    0Shopping Cart
Þjóðviljinn ungi 1891 nr1
Skúli thoroddsen ritstjóri og eigandi 2

Þjóðviljinn ungi

kr.2.900

Seld

Flokkur: Bækur
  • Um verkið

Um verkið

Þjóðviljinn ungi: Tvö tbl. Nr.1 og Nr.4-5. Ritstjóri: Skúli Thoroddsen. Þetta er fyrsta blað Þjóðviljans unga, sem var fyrst prentaður í Prentsmiðju Ísfirðinga,15.sept. 1891, en Skúli Thoroddsen tók við prentsmiðjunni í nóv.1892. Árið 1898 keypti hann nýja stóra hraðpressu og ný letur og var prentsmiðjan þá orðinn stærsta prentsmiðja landsins utan Reykjavíkur. Hún var staðsett í húsi Skúla að Mjallargötu 6 á Ísafirði. Blaðið fékk nú aftur nafnið Þjóðviljinn, Stærð: 32 X 25.5 cm. Þjóðviljinn kom fyrst út 1886 og prentsmiðjan fékk nafnið Prentsmiðja Þjóðviljans árið 1899.

Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Prentfélag Ísfirðinga (1886-1889) Nokkrir Ísfirðingar (1889-1891)
Skúli Thoroddsen (1891-1891) Sigurður Stefánsson (1891-1891) Nokkrir Ísfirðingar (1891-1892) Blaðið kom út á Ísafirði Akureyri, og aftur á Ísafirði, Bessastöðum og Reykjavík. Það kom út 1886-1915.

UM ÞJÓÐVILJANN unga 1891
ÞJÓÐVILJINN UNGI.
Það var barist áfram um yfirráð yfir gömlu prentsmiðju Prentfélags Ísfirðinga, sem prentaði Þjóðviljann, en 15.sept. 1891 var breytt um nafn á blaðinu og hét það nú Þjóðviljinn ungi. Blaðið var samt prentað áfram í prentsmiðju Prentfélags Ísfirðinga, þar til 24.júní 1892. Þá hafði ný prentsmiðja verið keypt og var sett niður í byrjun september 1892 og var það vönduð „Tiegeldruchs-hraðpressa“. Aðaleigandi hennar var Skúli Thoroddsen, en meðeigendur „Nokkrir Ísfirðingar; fylgdu henni 19 leturtegundir, ásamt nokkru af skrauti. Fyrsta blaðið í nýju prentsmiðjunni var dags. 14.sept. 1892. – Það var síðan 19.nóv.1892 sem Skúli tók einn við prentsmiðjunni og Þjóðviljanum unga, samkvæmt afsali annarra eigenda. Hafði Skúla verið vikið frá embætti sýslumanns eftir miklar deilur (Skúlamálin svokölluðu) og varð hann nú ritstjóri blaðsins. Þessir prentarar störfuðu í Prentsmiðju Þjóðviljans unga: Jóhannes Vigfússon, Stefán Runólfsson, Magnús Ólafsson og Einar Sigurðsson. 
Árið 1898 keypti Skúli Thoroddsen nýja stóra hraðpressu til prentsmiðju sinnar á Ísafirði og góð og fjölbreytt ný letur. Varð Prentsmiðja Þjóðviljans unga þar með orðin ein stærsta prentsmiðja landsins, og langstærsta og myndarlegasta prentsmiðjan utan Reykjavíkur. Prentsmiðjan var staðsett í húsi Skúla að Mjallargötu 6 á Ísafirði.
Blaðið var þriggja dálka, hver dálkur um 7 cm. – og 32 X 25.5 cm að stærð, 10 bls. – Blaðið var prentað í Prentsmiðju Ísfirðinga og prentari var Jóhannes Vigfússon.

Önnur verk

  • Sagan af skáld helga 1897

    Sagan af Skáld-Helga

    kr.3.900
    Add to cart Add to cart Read more Show Details Show Details Show Details
  • Hveragerdi kapa

    Hveragerði er heimsins besti staður

    kr.2.000
    Add to cart Add to cart Setja í körfu Show Details Show Details Show Details
  • Flóamannasaga 1884

    Flóamanna saga

    kr.4.900
    Add to cart Add to cart Read more Show Details Show Details Show Details
  • Hann og hún 1904

    Hann og hún

    kr.2.000
    Add to cart Add to cart Setja í körfu Show Details Show Details Show Details
KindArt | Gallerí & Verslun | Bæjarholt 1, Laugarás, 806, Selfoss | Kt: 0904743839 | verslun@kindart.is | © 2020–2025
  • Link to Mail
  • Link to Facebook
  • Link to Instagram
Link to: Grænmeti og ber Link to: Grænmeti og ber Grænmeti og berGrænmeti og ber Link to: SATT Link to: SATT Satt, 4 11. tbl. apr. nóv. 1971SATT
Scroll to top