Um verkið
Þögn hafsins eftir Vercors er ein af perlunum í nútímabókmenntum Frakka. Höfundurinn heitir réttu nafni Jean Bruller og var einn af ungum frönskum höfundum sem hertust í andspyrnunni gegn þýska hernum í heimsstyrjöldinni síðari. Sigfús Daðason þýddi bókina og segir í formála að þessi litla bók hafi átt sinn drjúga þátt í frelsisbaráttu Frakka á þessum árum. Bókin er saumuð og límd í kartonkápu, Ób. og óskorin. Stærð: 19.3 X 13 cm og 79 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Mál og menning Reykjavík 1953.
Prentun: Prentsmiðjan Hólar.